Hallgrímskirkjuklukkur hringja hvorki inn jól né nýtt ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 12:30 Ekki er vitað hvenær hægt verður að skipta út búnaðnum, að sögn framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju. vísir/anton brink Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent