Borðsiðir og ósiðir Íslendinga vekja athygli erlendra ferðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 10:27 Íslendingar þykja nota tannstöngulinn of mikið við matarborðið og stundum virða fyrir sér "góðgæti“ sem þeir stanga úr tönnunum. Vísir/Getty Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent