Erlent

Trump segir að tilvonandi utanríkisráðherra sinn sé "í heimsklassa“

Tryggvi Páll Tryggason skrifar
Rex Tillerson er forstjóri Exxon Mobil.
Rex Tillerson er forstjóri Exxon Mobil. Vísir/Getty
Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, talaði afar vel um Rex Tillerson, forstjória olíufélagsins Exxon Mobil í sjónvarpsviðtali í gær. Fastlega er gert ráð fyrir því að Tillerson verði utanríkisráðherra Trump.



Trump var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News og þar hrósaði hann Tillerson í hástert fyrir alla „þá ótrúlegu samninga sem hann hefur gert.“

„Hann er í heimsklassa,“ sagði Trump. „Hann stýrir olíufélagi sem er um það bil tvöfalt stærra en næsti samkeppnisaðili.“

Tillerson hefur í gegnum tíðina stundað mikil viðskipti í Rússlandi og er sagður eiga í góðum samskiptum við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hefur hann meðal annars gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlanda gagnvart Rússum í tengslum við átökin á Krímskaga en þar hafa Bandaríkjamenn verið fremstir í flokki.

Gert er ráð fyrir því að Tillerson verði tilnefndur af Trump sem utanríkisráðherra í næstu viku en líklegt þykir að John Bolton, sem áður var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum verði aðstoðarutanríkisráðherra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×