Segir ferðamenn ekki kvarta undan okri Íslendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:00 Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42
Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15