Fjárlög taka ekki mið af þörf þeirra sem þurfa að taka lyf 10. desember 2016 07:15 Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira