Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:31 Dagur Sigurðsson fagnar Evrópumeistaratitlinum. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Dagur hafði betur en þeir Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sem voru einnig tilnefndir eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu í verðlaunasæti á báðum stórmótum ársins. Liðið varð Evrópumeistari í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Evrópumeistaratitill þýska landsliðsins á EM í Póllandi var mikið afrek ekki síst vegna þess að liðið missti út hvern lykilmanninn á fætur öðrum í aðdraganda mótsins. Degi tókst að vinna titilinn án hálfgerðu varaliði en eftir tap í fyrsta leik vann þýska liðið sjö síðustu leiki sína á mótinu þar á meðal sjö marka sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur varð í kjölfarið algjör þjóðhetja í Þýskalandi en þetta var fyrsti titill þýska handaboltalandsliðsins síðan að Heiner Brand gerði liðið að heimsmeisturum 2007 og jafnframt fyrsti Evrópumeistaratitill Þjóðverjar síðan 2004. Þýska liðið vann einnig til verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á leikunum þar á meðal sex marka sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Frakkar komu í veg fyrir að Dagur og lærisveinar hans léku um gullverðlaunin með því að vinna eins marks sigur í undanúrslitaleik liðanna. Dagur Sigurðsson er 43 ára gamall en hefur starfað sem þjálfari undanfarin sextán ár eða síðan að hann gerðist spilandi þjálfari japanska liðsins Wakunaga Hiroshima árið 2000. Dagur er nú á leið til Japans á ný en hann hætti með þýska landsliðsins eftir HM í Frakklandi í janúar og tekur við japanska landsliðinu.Þjálfari ársins Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á þjálfara ársins. Gjaldgengir eru þjálfarar sem eru íslenskir ríkisborgarar sem þjálfa keppnislið í íþróttum. 2012 - Alfreð Gíslason 2013 - Alfreð Gíslason 2014 - Rúnar Páll Sigmundsson 2015 - Heimir Hallgrímsson 2016 - Dagur Sigurðsson Fréttir ársins 2016 Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Dagur hafði betur en þeir Guðmundur Guðmundsson og Heimir Hallgrímsson sem voru einnig tilnefndir eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Dagur Sigurðsson stýrði þýska landsliðinu í verðlaunasæti á báðum stórmótum ársins. Liðið varð Evrópumeistari í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó. Evrópumeistaratitill þýska landsliðsins á EM í Póllandi var mikið afrek ekki síst vegna þess að liðið missti út hvern lykilmanninn á fætur öðrum í aðdraganda mótsins. Degi tókst að vinna titilinn án hálfgerðu varaliði en eftir tap í fyrsta leik vann þýska liðið sjö síðustu leiki sína á mótinu þar á meðal sjö marka sigur á Spánverjum í úrslitaleik. Dagur varð í kjölfarið algjör þjóðhetja í Þýskalandi en þetta var fyrsti titill þýska handaboltalandsliðsins síðan að Heiner Brand gerði liðið að heimsmeisturum 2007 og jafnframt fyrsti Evrópumeistaratitill Þjóðverjar síðan 2004. Þýska liðið vann einnig til verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á leikunum þar á meðal sex marka sigur á Pólverjum í leiknum um þriðja sætið. Frakkar komu í veg fyrir að Dagur og lærisveinar hans léku um gullverðlaunin með því að vinna eins marks sigur í undanúrslitaleik liðanna. Dagur Sigurðsson er 43 ára gamall en hefur starfað sem þjálfari undanfarin sextán ár eða síðan að hann gerðist spilandi þjálfari japanska liðsins Wakunaga Hiroshima árið 2000. Dagur er nú á leið til Japans á ný en hann hætti með þýska landsliðsins eftir HM í Frakklandi í janúar og tekur við japanska landsliðinu.Þjálfari ársins Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á þjálfara ársins. Gjaldgengir eru þjálfarar sem eru íslenskir ríkisborgarar sem þjálfa keppnislið í íþróttum. 2012 - Alfreð Gíslason 2013 - Alfreð Gíslason 2014 - Rúnar Páll Sigmundsson 2015 - Heimir Hallgrímsson 2016 - Dagur Sigurðsson
Fréttir ársins 2016 Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Sjá meira