Meiri aðsókn í Kvennaathvarfið um jólahátíðina Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 14:40 „Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður. Vísir/GVA Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður. Jólafréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Meiri aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina en síðustu ár. Framkvæmdastýra athvarfsins segir erfiða stöðu á húsnæðismarkaði valda því að konur dvelja lengur í athvarfinu en áður. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Þá er athvarfið einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar að jólahátíðin hafi gengið með friðsamlegum hætti. „Það hefur þó verið fjölmenni hjá okkur. Það voru 18 íbúar skráðir inn hjá okkur um jólahátíðina, sem er svona ívið meira en alla jafna á jólunum,” segir Sigþrúður.Erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði Hún segir Kvennaathvarfið hafa tekið á móti um 200 konum og börnum í ár, sem sé sambærilegt við fyrri ár. „Það sem er kannski óvenjulegt við þetta ár er að hver kona dvelur talsvert lengur heldur en verið hefur undanfarin ár. Þannig að svona fjöldinn í húsinu á hverjum degi, að meðaltali, er talsvert hærri heldur en undanfarin ár,” segir Sigþrúður.Er eitthvað sem að skýrir það? „Það er sjálfsagt eitt og annað sem að skýrir það. Ég held að það sem skýrir flest tilfellin séu kannski bara erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði þannig að konur komast seinna frá okkur heldur en verið hefur,” segir Sigþrúður.Fjölga herbergjum og auka pláss Hún segir fyrirsjáanlegt á nýju ári að húsnæðismarkaðurinn verði skjólstæðingum athvarfsins áfram erfiður. Fyrirhugað sé að fara í framkvæmdir á húsnæði samtakanna. „Húsið er kannski miðað við aðsókn að verða of lítið fyrir okkur. Þannig að við stefnu á svolitlar framkvæmdir á nýju ári. Að stækka húsnæðið svolítið innan frá.”Fjölga þá herbergjum? „Já fjölga herbergjum og svona auka pláss fyrir dvalargestina,” segir Sigþrúður.
Jólafréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira