Nýr Suzuki Swift Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 13:40 Suzuki Swift er einn af söluhæsti bílgerðum Suzuki frá upphafi og hefur alls selst í yfir 5,3 milljónum eintaka þó svo hann hafi ekki verið framleiddur nema frá árinu 2004. Suzuki hefur nú birt myndir af fjórðu kynslóð bílsins vinsæla og hafa línurnar í bílnum mýkst nokkuð frá þriðju kynslóð hans. Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS. Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.Séður aftan frá. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Suzuki Swift er einn af söluhæsti bílgerðum Suzuki frá upphafi og hefur alls selst í yfir 5,3 milljónum eintaka þó svo hann hafi ekki verið framleiddur nema frá árinu 2004. Suzuki hefur nú birt myndir af fjórðu kynslóð bílsins vinsæla og hafa línurnar í bílnum mýkst nokkuð frá þriðju kynslóð hans. Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS. Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.Séður aftan frá.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent