Yfir 500 þúsund lítrar af jólabjór seldir í ár Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2016 07:00 Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, glaður í bragði með bragðið á Vínlandi sem kemur í ÁTVR í dag. Mynd/Alison Page Þann 20. desember var búið að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru 43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er þó ekki búist við að sala á jólabjór dragist mikið saman milli ára en hún hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra var byrjað að selja jólabjór á föstudegi en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því að þegar jólabjórsalan verði gerð upp þá munu tölurnar jafnast.Þó nokkrar jólabjórstegundir seldust upp fyrir jól en margar tegundir eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jólabjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil jólabjórs er til þrettándans en ekki er búist við að ÁTVR þurfi að skila mörgum lítrum til baka. Stutt er í að næsta tímabundna bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór hefst skömmu eftir að jólabjórinn fer. Borg brugghús tekur þó forskot á sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum Vínlandi sem gerður er í samstarfi við bruggmeistara Four Winds frá Kanada. Bjórinn er óður til þess að um eitt þúsund ár eru frá því að Leifur Eiríksson og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr íslenskum bláberjum og krækiberjum en um tvö til þrjú hundruð kíló af íslenskum berjum fóru í bruggunina, sem að mestu eru af Norður- og Austurlandi. „Það má segja að haustber okkar Íslendinga séu það næsta sem við komumst náttúrulegum innlendum hráefnum til víngerðar,“ segir Árni Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi. „Það var mikill heiður að fá að brugga með Four Winds sem er mjög virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann er nær allur seldur innan fylkismarka Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega ánægðir með útkomuna á Vínlandi og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks bjóráhugafólks,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Frá vinstri: Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á Borg, Árna Long, Sturlaugi Jóni Björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/Alison Page Birtist í Fréttablaðinu Íslenskur bjór Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Þann 20. desember var búið að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru 43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er þó ekki búist við að sala á jólabjór dragist mikið saman milli ára en hún hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra var byrjað að selja jólabjór á föstudegi en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því að þegar jólabjórsalan verði gerð upp þá munu tölurnar jafnast.Þó nokkrar jólabjórstegundir seldust upp fyrir jól en margar tegundir eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jólabjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil jólabjórs er til þrettándans en ekki er búist við að ÁTVR þurfi að skila mörgum lítrum til baka. Stutt er í að næsta tímabundna bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór hefst skömmu eftir að jólabjórinn fer. Borg brugghús tekur þó forskot á sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum Vínlandi sem gerður er í samstarfi við bruggmeistara Four Winds frá Kanada. Bjórinn er óður til þess að um eitt þúsund ár eru frá því að Leifur Eiríksson og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr íslenskum bláberjum og krækiberjum en um tvö til þrjú hundruð kíló af íslenskum berjum fóru í bruggunina, sem að mestu eru af Norður- og Austurlandi. „Það má segja að haustber okkar Íslendinga séu það næsta sem við komumst náttúrulegum innlendum hráefnum til víngerðar,“ segir Árni Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi. „Það var mikill heiður að fá að brugga með Four Winds sem er mjög virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann er nær allur seldur innan fylkismarka Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega ánægðir með útkomuna á Vínlandi og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks bjóráhugafólks,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Frá vinstri: Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á Borg, Árna Long, Sturlaugi Jóni Björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/Alison Page
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskur bjór Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira