Gríðarlegt álag á björgunarsveitarmönnum fyrir austan fjall Ásgeir Erlendsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. desember 2016 14:27 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Sjá meira
Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45