Vonar að ferðamönnum verði ekki smalað í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 15:07 Það er spurning hvort að ferðamenn muni fjölmenna í kirkjugarðana um jólin. vísir „Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
„Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45