Fúlasti 55 stiga maður NBA-sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 16:30 DeMarcus Cousins. Vísir/AP NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira