Guðni Th. mest gúgglaði Íslendingurinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:41 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira