Allt í lagi að vera „sexy“ og stolt af því Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2016 10:15 Erna Bergmann (t.h.) sá um að stílísera myndaþáttinn á meðan Saga Sig tók myndirnar. Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna. Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna.
Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30
Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00