ESPN: Houston Rockets með betra lið en SA Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 16:00 Vísir/AP og Getty Körfuboltaspekingar NBA-deildarinnar eru duglegir að setja saman allskyns lista og þar á meðal lista yfir hver séu bestu lið NBA-deildarinnar hverju sinni. Það er ekki ein stöðutafla sem gildir enda spilað raun í tveimur deildum og mörgum riðlum. Það er því ekki alveg nóg að líta bara á stöðuna til að ákveða hvaða lið er best. ESPN setur saman reglulega sinn lista yfir bestu lið deildarinnar og það vekur athygli að á þeim nýjasta er San Antonio Spurs liðið komið niður í fjórða sætið. Golden State Warriors (1. sæti) og Cleveland Cavaliers (2. sæti), liðin sem mættust í lokaúrslitunum síðasta sumar, eru áfram í tveimur efstu sætunum eins og þau hafa verið í nær allan vetur. Lið Houston Rockets hoppar hinsvegar upp um tvö sæti, upp fyrir San Antonio Spurs og Toronto Raptors, og er nú þriðja besta lið NBA-deildarinnar. James Harden og liðsfélagar hans í Houston Rockets hafa nú unnið tíu leiki í röð og liðið blómstrar undir stjórn Mike D'Antoni sem vill umfram allt hraðan sóknarleik og nóg af skotum hjá sínu liði. Harden sjálfur er með 27,7 stig, 11,8 stoðsendingar og 8,0 fráköst að meðaltali í leik. San Antonio Spurs er þó enn með annan besta árangurinn í Vestrinu og hefur unnið fjóra leiki í röð og 8 af síðustu 10. Liðið hefur líka unnið 14 af 15 útileikjum sínum sem er bestu útivallarárangurinn í deildinni. Spekingar ESPN eru þó ekki alveg viss hvort samvinna LaMarcus Aldridge og Pau Gasol verði nægilega góð og þá er Tony Parker aðeins að skora 10,1 stig í leik. Það er hægt að lesa meira um stöðutékk ESPN hér fyrir neðan.NBA Power Rankings (via @ESPNSteinLine) 1. Warriors 2. Cavs 3. Rockets 4. Spurs 5. Raptorshttps://t.co/BQzrZiwlbi — SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Körfuboltaspekingar NBA-deildarinnar eru duglegir að setja saman allskyns lista og þar á meðal lista yfir hver séu bestu lið NBA-deildarinnar hverju sinni. Það er ekki ein stöðutafla sem gildir enda spilað raun í tveimur deildum og mörgum riðlum. Það er því ekki alveg nóg að líta bara á stöðuna til að ákveða hvaða lið er best. ESPN setur saman reglulega sinn lista yfir bestu lið deildarinnar og það vekur athygli að á þeim nýjasta er San Antonio Spurs liðið komið niður í fjórða sætið. Golden State Warriors (1. sæti) og Cleveland Cavaliers (2. sæti), liðin sem mættust í lokaúrslitunum síðasta sumar, eru áfram í tveimur efstu sætunum eins og þau hafa verið í nær allan vetur. Lið Houston Rockets hoppar hinsvegar upp um tvö sæti, upp fyrir San Antonio Spurs og Toronto Raptors, og er nú þriðja besta lið NBA-deildarinnar. James Harden og liðsfélagar hans í Houston Rockets hafa nú unnið tíu leiki í röð og liðið blómstrar undir stjórn Mike D'Antoni sem vill umfram allt hraðan sóknarleik og nóg af skotum hjá sínu liði. Harden sjálfur er með 27,7 stig, 11,8 stoðsendingar og 8,0 fráköst að meðaltali í leik. San Antonio Spurs er þó enn með annan besta árangurinn í Vestrinu og hefur unnið fjóra leiki í röð og 8 af síðustu 10. Liðið hefur líka unnið 14 af 15 útileikjum sínum sem er bestu útivallarárangurinn í deildinni. Spekingar ESPN eru þó ekki alveg viss hvort samvinna LaMarcus Aldridge og Pau Gasol verði nægilega góð og þá er Tony Parker aðeins að skora 10,1 stig í leik. Það er hægt að lesa meira um stöðutékk ESPN hér fyrir neðan.NBA Power Rankings (via @ESPNSteinLine) 1. Warriors 2. Cavs 3. Rockets 4. Spurs 5. Raptorshttps://t.co/BQzrZiwlbi — SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira