Ógn vélmenna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. desember 2016 07:00 Fyrr en varir mun ný tækni af fullkomnu miskunnarleysi úrelda ólíklegustu störf. Vélmenni með gervigreind munu halda áfram þeirri úreldingu starfa sem verið hefur fylgifiskur hnattvæðingarinnar. Hún flutti framleiðslu og þjónustustörf til fátækra landa og gerbreytti vinnumarkaði iðnríkjanna. Ný tækni mun höggva í sama knérunn. Störfin sem verða tækninni að bráð flytjast ekki milli landa. Vissulega skapast ný atvinnutækifæri í staðinn en ekki fyrir alla. Fjöldi fólks mun sitja eftir með sárt ennið. Víða um heim hefur gripið um sig örvænting. Heil byggðarlög hefur dagað uppi vegna þessara breytinga. Engar allsherjarlausnir eru í sjónmáli. Að vísu eru á sveimi misvel útfærðar hugmyndir um borgaralaun, sem Píratar hafa tekið upp á sína arma. Hvort sem hugmyndirnar eru raunhæfar eða ekki eru þær vitnisburður um meiri fyrirhyggju en aðrir flokkar geta státað af. Einhvern veginn verður að tryggja afkomu fólks og bregðast við vandanum sem er handan við hornið. Tómarúmið skapar jarðveg fyrir menn eins og Donald Trump, sem sest á forsetastól í Washington eftir þrjár vikur. Hann höfðaði til fólks sem hefur misst vonina – dró upp einfalda mynd af margslungnum vanda og gerði innflytjendur og fátæk grannríki að blórabögglum. Fólk trúði honum ekki endilega en notaði tækifærið í kjörklefanum til að sýna reiði sína í garð ríkjandi stjórnvalda. Kannski er það tímanna tákn að Trump hefur tilnefnt Andrew Puzder atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Puzder er þekktur fyrir að innleiða sjálfvirkni á skyndibitakeðju sem hann á og rekur. Hann hefur sagt um róbótana sem leysa mannfólkið af hólmi: Þeir eru alltaf kurteisir, þeir taka sér aldrei frí, eru aldrei of seinir og gerast ekki sekir um kynþáttafordóma. Bílar sem aka sjálfir eru að verða almenningseign. Atvinnubílstjórar, stór og rótgróin sétt, verða verkefnalausir. Mannleg mistök eru helsti slysavaldurinn í flugi. Tæknin mun leysa flugmenn af hólmi og um leið gera flugferðina öruggari. Fiskiskip eru búin tækjum sem margfalda afköst við veiðar og vinnslu þó að áhöfnin minnki. Fiskimönnum mun fækka. Líklegt er að einn lögmaður geti í framtíðinni sinnt störfum margra. Dómarar morgundagsins geta sparað sér sporin og keyrt saman dóma í sambærilegum málum. Heimildaleit blaðamanna, sem til skamms tíma hefur krafist yfirlegu í skjalasöfnum, fer fram með því að ýta á takka. Allt horfir þetta til framfara. Mistökum fækkar og vinnan verður öruggari. En flest fólk vill vinna. Verkefni stjórnmálanna, atvinnulífsins og fræðasamfélagsins á árinu sem er að ganga í garð er að finna þeim farveg sem missa vinnuna. Í þeim efnum þurfa allir að leggjast á eitt. Þannig verður slegið á reiðina. Gleðilegt ár! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Fyrr en varir mun ný tækni af fullkomnu miskunnarleysi úrelda ólíklegustu störf. Vélmenni með gervigreind munu halda áfram þeirri úreldingu starfa sem verið hefur fylgifiskur hnattvæðingarinnar. Hún flutti framleiðslu og þjónustustörf til fátækra landa og gerbreytti vinnumarkaði iðnríkjanna. Ný tækni mun höggva í sama knérunn. Störfin sem verða tækninni að bráð flytjast ekki milli landa. Vissulega skapast ný atvinnutækifæri í staðinn en ekki fyrir alla. Fjöldi fólks mun sitja eftir með sárt ennið. Víða um heim hefur gripið um sig örvænting. Heil byggðarlög hefur dagað uppi vegna þessara breytinga. Engar allsherjarlausnir eru í sjónmáli. Að vísu eru á sveimi misvel útfærðar hugmyndir um borgaralaun, sem Píratar hafa tekið upp á sína arma. Hvort sem hugmyndirnar eru raunhæfar eða ekki eru þær vitnisburður um meiri fyrirhyggju en aðrir flokkar geta státað af. Einhvern veginn verður að tryggja afkomu fólks og bregðast við vandanum sem er handan við hornið. Tómarúmið skapar jarðveg fyrir menn eins og Donald Trump, sem sest á forsetastól í Washington eftir þrjár vikur. Hann höfðaði til fólks sem hefur misst vonina – dró upp einfalda mynd af margslungnum vanda og gerði innflytjendur og fátæk grannríki að blórabögglum. Fólk trúði honum ekki endilega en notaði tækifærið í kjörklefanum til að sýna reiði sína í garð ríkjandi stjórnvalda. Kannski er það tímanna tákn að Trump hefur tilnefnt Andrew Puzder atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Puzder er þekktur fyrir að innleiða sjálfvirkni á skyndibitakeðju sem hann á og rekur. Hann hefur sagt um róbótana sem leysa mannfólkið af hólmi: Þeir eru alltaf kurteisir, þeir taka sér aldrei frí, eru aldrei of seinir og gerast ekki sekir um kynþáttafordóma. Bílar sem aka sjálfir eru að verða almenningseign. Atvinnubílstjórar, stór og rótgróin sétt, verða verkefnalausir. Mannleg mistök eru helsti slysavaldurinn í flugi. Tæknin mun leysa flugmenn af hólmi og um leið gera flugferðina öruggari. Fiskiskip eru búin tækjum sem margfalda afköst við veiðar og vinnslu þó að áhöfnin minnki. Fiskimönnum mun fækka. Líklegt er að einn lögmaður geti í framtíðinni sinnt störfum margra. Dómarar morgundagsins geta sparað sér sporin og keyrt saman dóma í sambærilegum málum. Heimildaleit blaðamanna, sem til skamms tíma hefur krafist yfirlegu í skjalasöfnum, fer fram með því að ýta á takka. Allt horfir þetta til framfara. Mistökum fækkar og vinnan verður öruggari. En flest fólk vill vinna. Verkefni stjórnmálanna, atvinnulífsins og fræðasamfélagsins á árinu sem er að ganga í garð er að finna þeim farveg sem missa vinnuna. Í þeim efnum þurfa allir að leggjast á eitt. Þannig verður slegið á reiðina. Gleðilegt ár! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun