Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. desember 2016 07:00 Það getur verið snúið að aka um hringtorg hér á landi. Hér hefur einn óheppinn farið yfir Melatorg en þar eiga erlendir ökumenn sök á 26 prósentum slysa. vísir/eyþór Erlendir ökumenn komu við sögu í 22 prósent tilfella slysa í hringtorgum hér á landi á árunum 2011-2015. Þetta sýnir rannsókn Vegagerðarinnar frá í sumar sem Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á umferðardeild Vegagerðarinnar, gerði. Katrín skoðaði 17 tveggja akreina hringtorg sem eru í grennd við og innan höfuðborgarsvæðisins. Alls urðu 457 slys í hringtorgunum og í 102 tilvikum kom erlendur ökumaður við sögu. Á sama tímabili komu erlendir ökumenn við sögu í 16 prósent umferðarslysa. Hættulegustu hringtorgin eru á Reykjanesbraut við Hlíðartorg og við Kaplakrika en á báðum hringtorgum urðu yfir 80 slys. Erlendir ökumenn lenda þar einnig oftast í árekstrum. Líklegast er að erlendir ökumenn lendi í slysi við hringtorg við Breiðumörk og Þorlákshafnarveg en 67 prósent slysa þar eru vegna erlendra ökumanna. Hringtorgið við Þingvallaveg er þar skammt á eftir með 64 prósent tilfella.G. Pétur MatthíassonÍ skýrslunni segir að af þeim 102 slysum þar sem erlendir ökumenn komu við sögu, varð árekstur í 57 tilvikum þegar ekið var út úr hringtorginu af innri akrein. Athygli vekur að í umferðarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um akstur í hringtorgum, fyrir utan að bannað er að leggja í þeim. Hér á landi er farið eftir yfirborðsmerkingum og hefð. „Þessi skýrsla er liður í því að átta okkur á hvernig umferðarmenningin er. Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Íslendingar nota hringtorg öðruvísi en annars staðar er gert í heiminum og það skapar vandamál. Þessi regla um innri akrein er bara hefð og það þyrfti því að breyta allri umferðarmenningu landsins til að bregðast við þessum tíðindum. En að öðru leyti eru hringtorg mjög góð fyrir umferðaröryggi,“ segir G. Pétur. Mismunandi er eftir löndum hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og því benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að erlendir ferðamenn þekki ekki þær reglur sem gilda um akstur í tveggja akreina hringtorgum hér á landi. Sjö bílaleigur svöruðu spurningum um upplifun ferðamanna af hringtorgum og voru svörin jafn misjöfn og þau voru mörg. Yfirleitt var þó talað um að það kæmi erlendum ferðamönnum oft á óvart að innri akrein hringtorgs væri í forgangi þegar ekið væri út úr því þar sem aðrar reglur giltu í heimalandi þeirra. Aðeins tvær af fjórum bílatjónadeildum tryggingafyrirtækjanna tóku þátt í rannsókninni. Bæði fyrirtækin sögðu að margir ferðamenn yrðu steinhissa þegar þeir heyrðu um það að umferð á innri akrein hringtorga ætti forgang.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Erlendir ökumenn komu við sögu í 22 prósent tilfella slysa í hringtorgum hér á landi á árunum 2011-2015. Þetta sýnir rannsókn Vegagerðarinnar frá í sumar sem Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á umferðardeild Vegagerðarinnar, gerði. Katrín skoðaði 17 tveggja akreina hringtorg sem eru í grennd við og innan höfuðborgarsvæðisins. Alls urðu 457 slys í hringtorgunum og í 102 tilvikum kom erlendur ökumaður við sögu. Á sama tímabili komu erlendir ökumenn við sögu í 16 prósent umferðarslysa. Hættulegustu hringtorgin eru á Reykjanesbraut við Hlíðartorg og við Kaplakrika en á báðum hringtorgum urðu yfir 80 slys. Erlendir ökumenn lenda þar einnig oftast í árekstrum. Líklegast er að erlendir ökumenn lendi í slysi við hringtorg við Breiðumörk og Þorlákshafnarveg en 67 prósent slysa þar eru vegna erlendra ökumanna. Hringtorgið við Þingvallaveg er þar skammt á eftir með 64 prósent tilfella.G. Pétur MatthíassonÍ skýrslunni segir að af þeim 102 slysum þar sem erlendir ökumenn komu við sögu, varð árekstur í 57 tilvikum þegar ekið var út úr hringtorginu af innri akrein. Athygli vekur að í umferðarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um akstur í hringtorgum, fyrir utan að bannað er að leggja í þeim. Hér á landi er farið eftir yfirborðsmerkingum og hefð. „Þessi skýrsla er liður í því að átta okkur á hvernig umferðarmenningin er. Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Íslendingar nota hringtorg öðruvísi en annars staðar er gert í heiminum og það skapar vandamál. Þessi regla um innri akrein er bara hefð og það þyrfti því að breyta allri umferðarmenningu landsins til að bregðast við þessum tíðindum. En að öðru leyti eru hringtorg mjög góð fyrir umferðaröryggi,“ segir G. Pétur. Mismunandi er eftir löndum hvaða reglur gilda um akstur í hringtorgum og því benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að erlendir ferðamenn þekki ekki þær reglur sem gilda um akstur í tveggja akreina hringtorgum hér á landi. Sjö bílaleigur svöruðu spurningum um upplifun ferðamanna af hringtorgum og voru svörin jafn misjöfn og þau voru mörg. Yfirleitt var þó talað um að það kæmi erlendum ferðamönnum oft á óvart að innri akrein hringtorgs væri í forgangi þegar ekið væri út úr því þar sem aðrar reglur giltu í heimalandi þeirra. Aðeins tvær af fjórum bílatjónadeildum tryggingafyrirtækjanna tóku þátt í rannsókninni. Bæði fyrirtækin sögðu að margir ferðamenn yrðu steinhissa þegar þeir heyrðu um það að umferð á innri akrein hringtorga ætti forgang.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira