Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 21:30 Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar í kvöld. vísir/hanna Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum. Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórnarsáttmálinn kveður á um að peningastefnan verði endurskoðuð á fyrsta starfsári, en það var það mál sem Viðreisn lagði upp með í kosningabaráttu sinni. Jafnframt verður unnið að því að breyta búvörusamningnum, en endurskoðun hans á að verða grunnur að nýjum samningi við bændur eigi síðar árið 2019, ásamt því sem draga á úr styrkjum til bænda. Á sama tíma á svo að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda, samkvæmt heimildum fréttastofu. Einnig er lagt til að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Þá á að bæta heilbrigðiskerfið og stefnt verður að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga, stytta biðtíma, og hraða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut, svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt verður þjónusta við aldraða aukin, lífeyrisaldur verður hækkaður og frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað. Stuðningur við foreldra með geðvanda verður aukinn, fæðingarorlof verður hækkað í skrefum og öllum fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verður gert að taka upp jafnlaunavottun. Loks verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin, samkvæmt sáttmálanum.
Tengdar fréttir Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Fundað á öllum vígstöðvum mögulegra stjórnarflokka Verið er að ræða lokadrög stjórnarsáttmálans og fara yfir stöðu mála. Í kvöld mun því koma í ljós hvort sáttmálinn verði samþykktur eða honum hafnað af þessum stofnunum flokkanna. 9. janúar 2017 20:32
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44