Píratar senda frá sér yfirlýsingu: „Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:13 Píratar hvetja umboðsmann Alþingis til að kanna hvort fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra. Vísir/Anton Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“ Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og meðferðar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á henni. „Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað. “ Píratar nefna einnig að þeim þyki hátterni fjármálaráðherra skipta máli og nefna að þeir telji ekki boðlegt að fjármálaráðherra sé ónákvæmur í svörum líkt og ráðherrann sagði sjálfur frá í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Telja þeir að fjármálaráðherrann hafi í raun sagt almenningi ósatt. Þingflokkurinn leggur fram kröfu þess efnis að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn kemst á laggirnar. Flokksmenn telja Bjarna þurfa að svara fyrir þessa ónákvæmni og hvetja umboðsmann Alþingis til að athuga hvort hann hafi brotið gegn grein 6. C) í siðareglum ráðherra. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:„Yfirlýsing frá þingflokki Pírata vegna meðhöndlunar fjármálaráðherra á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum.Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr.Þingflokkur Pírata telur augljóst að fjármálaráðherra lét persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga framar hagsmunum almennings við ákvörðun sína um að birta ekki umrædda skýrslu þegar hann fékk hana afhenta. Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði frá því henni var skilað.Ofan á þetta bætist að ráðherra sagði almenningi ósatt um þetta mál, aðspurður í fréttum Ríkisútvarpsins. Fyrir liggur að skýrslunni var skilað til ráðuneytis hans þann 13. september síðastliðinn og var ráðherra sérstaka kynnt efni hennar þann 5. október, rúmri viku áður en þingi var slitið fyrir kosningar. Ráðherra getur vart borið fyrir sig minnisglöpum í þessu samhengi, þar sem hann svaraði sjálfur óundirbúinni fyrirspurn um málið á Alþingi þann 10. október. Þar fullyrti hann að umrædd skýrsla yrði birt á næstu dögum, vitandi vel að skýrslan væri tilbúin til birtingar. Þetta þýðir að ráðherra getur ekki hafa verið það óljóst, aðspurður af fréttastofu Rúv, hvort þingi hafi verið slitið eða ekki þegar skýrslan var tilbúin.Þingflokkur Pírata krefst þess að mál þetta verði tekið fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis áður en ný ríkisstjórn tekur formlega við, þannig að Bjarni Benediktsson svari fyrir vinnubrögð sín sem fjármálaráðherra. Það mundi veikja stöðu þingsins, sem fer með eftirlitshlutverk gagnvart ráðherra, að þurfa mögulega að yfirheyra nýjan forsætisráðherra vegna verka sem ekki lengur heyra undir hans lögformlegu ábyrgð.Að sama skapi hvetjum við umboðsmann Alþingis til að taka án tafar fyrir erindi Svandísar Svavarsdóttur vegna þessa máls, þar sem nær óumdeilanlegt virðist að fjármálaráðherra hafi brotið gegn grein 6.c) í siðareglum ráðherra með vinnubrögðum sínum, en þar segir: “Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.”Í siðuðum lýðræðisríkjum er það kallað spilling þegar stjórnmálamenn beita opinberu embætti í þágu persónulegra og pólitískra hagsmuna. Þá er það kallað lygi, þegar menn fara vísvitandi með rangt mál.Nú reynir á nýtt þing að sýna að tal okkar allra um ný vinnubrögð og ábyrgð í stjórnmálum sé ekki orðin tóm.“
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira