Rúta með um 40 farþega fór út af veginum á Mosfellsheiði á leið til Þingvalla nú fyrir skömmu.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu lítil meiðsli á fólki en farþegarnir voru í svokallaðri norðurljósaferð. Ætla þeir flestir, ef ekki allir, að halda áfram för.
Hálka eða hálkublettir eru nú á nokkrum öðrum leiðum á Suðurlandi og él á stöku stað.
Rúta fór út af veginum á Mosfellsheiði
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
