Gervigreind malar netspilara í Go Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Frá því er Lee Sedol keppti við AlphaGo í Go. Nordicphotos/AFP AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira