Sjómenn leita lausna í Karphúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:58 Konráð segir af og frá að kenna hækkun krónunnar um að samningar við útvegsmenn hafi ítrekað verið felldir, en samfara hækkun krónunnar hafa tekjur sjómanna lækkað. vísir/eyþór Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna munu leita lausna í kjaradeilu þeirra í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Það verður fyrsti fundur deilenda frá því fyrir jól en þrjár vikur eru frá því að verkfall sjómanna hófst. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og varaformaður Sjómannasambandsins, segist bjartsýnn um árangur á þessum fundi. „Auðvitað bindum við vonir við að við að minnsta kosti náum saman um það að setja eitthvað af stað og að menn ætli sér að ljúka kjarasamningi, en ekki að sitja í verkfalli. Það er óásættanlegt fyrir alla aðila,“ segir Konráð. Hann segir að lagt sé upp með að ná samkomulagi um ákveðin atriði á fundinum í dag: „Það sem við lögðum fram var nýsmíðaálagið, olíuverðstenginguna og sjómannaafsláttinn, vinnufatnað og fæðiskostnað.“ Tekjur sjómanna hafa lækkað samfara hækkun krónunnar. Konráð segir það af og frá að kenna hækkun hennar um að samningar við útvegsmenn hafi ítrekað verið felldir. „Þetta er sennilega bara til að skapa einhverja úlfúð eða eitthvað slíkt því þetta kemur kjarasamningnum ekkert við. Það er ósköp einfalt mál. Við ráðum ekki genginu. Sjómenn hafa tekið þessar dýfur með útgerðinni og risið líka þegar það kemur. Þetta á bara ekkert að blandast inn í kjarasamningsumræðuna og það er algjörlega óásættanlegt að útgerðin sé með þennan málflutning,“ segir Konráð. Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Hafna meintu verkfallsbroti Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir engan hafa gengið í störf aðila í verkfalli þegar tvö skip Nesfisk ehf fóru á sjó á þriðjudaginn. 5. janúar 2017 07:55 Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. 30. desember 2016 18:45 Þjóðarbúið orðið af tíu milljörðum vegna verkfalls sjómanna Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. 3. janúar 2017 18:45 Verið að ganga í störf annarra þó menn fái sér bara kók og prins um borð Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. 4. janúar 2017 10:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna munu leita lausna í kjaradeilu þeirra í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Það verður fyrsti fundur deilenda frá því fyrir jól en þrjár vikur eru frá því að verkfall sjómanna hófst. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og varaformaður Sjómannasambandsins, segist bjartsýnn um árangur á þessum fundi. „Auðvitað bindum við vonir við að við að minnsta kosti náum saman um það að setja eitthvað af stað og að menn ætli sér að ljúka kjarasamningi, en ekki að sitja í verkfalli. Það er óásættanlegt fyrir alla aðila,“ segir Konráð. Hann segir að lagt sé upp með að ná samkomulagi um ákveðin atriði á fundinum í dag: „Það sem við lögðum fram var nýsmíðaálagið, olíuverðstenginguna og sjómannaafsláttinn, vinnufatnað og fæðiskostnað.“ Tekjur sjómanna hafa lækkað samfara hækkun krónunnar. Konráð segir það af og frá að kenna hækkun hennar um að samningar við útvegsmenn hafi ítrekað verið felldir. „Þetta er sennilega bara til að skapa einhverja úlfúð eða eitthvað slíkt því þetta kemur kjarasamningnum ekkert við. Það er ósköp einfalt mál. Við ráðum ekki genginu. Sjómenn hafa tekið þessar dýfur með útgerðinni og risið líka þegar það kemur. Þetta á bara ekkert að blandast inn í kjarasamningsumræðuna og það er algjörlega óásættanlegt að útgerðin sé með þennan málflutning,“ segir Konráð.
Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34 Hafna meintu verkfallsbroti Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir engan hafa gengið í störf aðila í verkfalli þegar tvö skip Nesfisk ehf fóru á sjó á þriðjudaginn. 5. janúar 2017 07:55 Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. 30. desember 2016 18:45 Þjóðarbúið orðið af tíu milljörðum vegna verkfalls sjómanna Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. 3. janúar 2017 18:45 Verið að ganga í störf annarra þó menn fái sér bara kók og prins um borð Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. 4. janúar 2017 10:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. 3. janúar 2017 16:34
Hafna meintu verkfallsbroti Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir engan hafa gengið í störf aðila í verkfalli þegar tvö skip Nesfisk ehf fóru á sjó á þriðjudaginn. 5. janúar 2017 07:55
Fjórðungi starfsfólks fiskvinnslustöðva sagt upp störfum Öll stærstu fiskvinnslufyrirtækin hafa boðað frekari uppsagnir á næstu vikum. 30. desember 2016 18:45
Þjóðarbúið orðið af tíu milljörðum vegna verkfalls sjómanna Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. 3. janúar 2017 18:45
Verið að ganga í störf annarra þó menn fái sér bara kók og prins um borð Meint verkfallsbrot komu upp í gær þegar Sigurfari GK og Siggi Bjarna, sem gerðir eru út af Nesfiski, héldu til veiða. 4. janúar 2017 10:40