Að gefa líf Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykktu Frakkar breytingar á löggjöf um líffæragjafir sem tóku gildi um áramótin. Franska löggjöfin grundvallast á svokölluðu ætluðu samþykki. Það felur í sér að hinn látni hafi samþykkt að gefa líffærin úr sér eftir andlátið til að bjarga lífi annarrar manneskju nema fyrir liggi yfirlýsing um hið gagnstæða. Þetta þýðir að allir verða sjálfkrafa líffæragjafar nema til staðar sé yfirlýsing um annað. Aðstandendum látinna verður framvegis ekki heimilt að neita læknum um að taka líffæri úr látnum og græða í annað fólk í Frakklandi. Hugmyndir um ætlað samþykki hafa ekki hlotið brautargengi hér á landi. Árið 2012 dagaði tvær þingsályktunartillögur Sivjar Friðleifsdóttur um efnið uppi í þinginu. Árið 2014 hafnaði velferðarnefnd Alþingis frumvarpi 12 þingmanna úr öllum flokkum um efnið. Meðal annars á þeirri forsendu að ætlað samþykki færi gegn sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins. Til þess að gerast líffæragjafi á Íslandi þarf maður að fylla út skjal sem aðgengilegt er á heimasíðu landlæknis á vefnum donor.landlaeknir.is. Þar þarf maður að taka afstöðu til líffæragjafar með rafrænum skilríkjum eða með íslykli sem aðgengilegur er í heimabanka. Ef löggjöf um ætlað samþykki yrði innleidd hér á Íslandi væri þetta úr sögunni og taflinu væri snúið við. Menn þyrftu að leggja á sig þessa fyrirhöfn, sem er þó ekki stórvægileg, til að gefa yfirlýsingu um hið gagnstæða. Það er erfitt að hugsa sér hvers vegna einhver ætti að vera andsnúinn því að gefa úr sér líffærin í ljósi þess að þau koma ekki að neinum notum eftir dauða og breytast í ösku ofan í jörðinni að því gefnu að hinn látni hafi ekki verið brenndur áður. Fyrir því gætu hins vegar verið einhver prinsipp eða trúarsannfæring. Ef svo ber undir er það enn frekar við hæfi að einstaklingur sem getur ekki gefið líffæri sín vegna eigin trúarskoðana eða sannfæringar lýsi því sérstaklega yfir. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur fært fyrir því rök að réttara geti verið að gera ráð fyrir að einstaklingar vilji gefa líffæri sín en ekki, þar sem eðlilegt hljóti að vera að manneskjur vilji koma öðrum einstaklingum samfélagsins til hjálpar frekar en hitt. Það væri hægt að fara leið meðalhófsins milli gildandi laga á Íslandi og frönsku löggjafarinnar með því að einfalda skráningu líffæragjafarinnar. Ágæt tillaga að lausn í þessu máli var sett fram í vikunni sem ástæða er til að taka undir. Hún felst í því að einfalda ferlið við samþykki. Þetta væri hægt að gera með rafrænum hætti með einni spurningu við villuprófun skattframtals þar sem notandinn myndi haka við þar til gerðan reit áður en skattframtalið væri sent og spurningin kæmi bara fram í þetta eina skipti. Þá lægi fyrir samþykki við andlát, hægt væri að fjölga skráðum líffæragjöfum í einu vetfangi og ekki kæmi upp ágreiningur á milli heilbrigðiskerfisins og fjölskyldu hins látna um hugsanlegan vafa um afstöðu hans við andlát.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun