Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 02:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafa unnið vel úr spilum sínum og fá sín stóru mál inn í stjórnarsáttmálann Vísir/Stefán Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira