Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2017 08:00 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent