Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 08:34 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti í gærkvöldi þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Ernir Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Yfirheyrslum yfir grænlensku skipverjunum þremur sem handteknir voru í gær lauk um klukkan átta í morgun. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir að rannsókninni miði áfram. Mbl.is greinir frá. Grímur segir jafnframt að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. „Ég held að það sé óhætt að segja það því ég hef verið að reyna að víkja mér undan því að svara því hvort þetta sé sakamál eða ekki. Það er það náttúrlega, það er verið að rannsaka hvort að hvarf Birnu [Brjánsdóttur] hafi borið að með saknæmum hætti,“ sagði Grímur í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Grænlenski togarinn Polar Nanoq lagðist að bryggju við Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 23 í gærkvöldi. Tuttugu manns eru í áhöfn skipsins og voru þrír þeirra handteknir í gær vegna gruns um að þeir búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Rannsókn um borð í Polar Nanoq lauk snemma í morgun, en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum í alla nótt. Grímur sagði í samtali við Vísi í morgun að þar hefðu hinir sautján meðlimir áhafnarinnar verið yfirheyrðir sem vitni og jafnframt að leit hafi verið framkvæmd í skipinu. Reikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis í dag að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Grímur segist ekki geta staðfest að fari verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. „Ég get ekki staðfest það en það liggur fyrir að ef við ætlum að halda þeim lengur þá verðum við að fara fram á gæsluvarðhald,“ sagði Grímur í samtali við Vísi klukkan hálf sjö í morgun. Hér að neðan má sjá þegar mennirnir voru leiddir frá borði í nótt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Leit haldið áfram á Strandarheiði í birtingu Stöðufundur verður klukkan níu þar sem ákvarðanir verða teknar um næstu skref. 19. janúar 2017 07:49
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00