Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Snærós Sindradóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 19. janúar 2017 06:00 Þrír skipverjar voru leiddir frá borði Polar Nanoq um miðnætti. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Jóhann Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur sjómönnum sem grunaðir eru um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur síðar í dag. Samkvæmt lögum ber lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds yfir tveimur mannanna fyrir hádegi í dag og einum þeirra síðar í kvöld, ellegar verður að sleppa þeim. Grænlenski togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði laust upp úr ellefu í gærkvöldi. Þrír skipverjar voru leiddir út úr bátnum í járnum og færðir í lögreglubíla. Allir eru þeir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um aðfaranótt laugardags. Fjöldi bíla var við hafnarbakkann þegar Polar Nanoq kom á svæðið, þar af voru að minnsta kosti sextán lögreglubílar. Einnig var búið að reisa girðingar og vegartálma til að halda almenningi og fjölmiðlum í fjarlægð frá skipinu.Tóku stjórn á skipinu Mennirnir þrír verða leiddir fyrir héraðsdóm í dag þar sem lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir þeirra voru handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í gær þegar sex sérsveitarmenn fóru um borð í togarann. Sá þriðji var handtekinn nokkru seinna, þó einnig þegar hann var um borð í skipinu. Þegar um borð í skipið var komuð tóku sérsveitarmenn yfir stjórn skipsins. Þá var það um það bil níutíu sjómílur suðvestur af landinu. Aðrir í áhöfninni eru frjálsir ferða sinna en lögregla mun taka skýrslu af þeim. Þrátt fyrir girðinguna voru allnokkrir mættir á hafnarsvæðið í gær til þess að fylgjast með gangi máli. „Við ætluðum að koma hingað og fylgjast með því þegar skipið kemur. Það er náttúrulega ekki hægt að komast mjög nálægt en við sjáum þó eitthvað í það,“ sagði Dagur Hjálmarsson á hafnarsvæðinu í gær. Með honum í för var Jakob Kristján Þrastarson. Þeir sögðust hafa miklar áhyggjur af málinu. Jafnframt sögðust þeir hafa lesið hvern bókstaf sem fjölmiðlar hafa skrifað um málið. Báðir voru þeir staddir á veitingastaðnum Nora Magasin, líkt og Birna, á föstudagskvöld og urðu hennar varir þar. Þeir eiga sameiginlega vini með Birnu. Hrædd og áhyggjufull „Besta vinkona Birnu er fín vinkona mín. Ég hef tekið þetta svolítið nærri mér og mér líður illa yfir þessu,“ sagði Jakob. Dagný Guðmundsdóttir og Bergur Hrafn Jónsson voru einnig stödd á hafnarsvæðinu í gær. Líkt og Dagur og Jakob þekkja þau Birnu ekki en eiga sameiginlega vini. Dagný sagði þau vera á svæðinu af umhyggju. „Við erum rosalega hrædd um Birnu og líkt og þjóðinni allri liggur okkur á að vita hvar hún er,“ sagði Dagný enn fremur. „Þetta er svo óvenjulegt. Þetta gerist ekki oft hér. Það er töluvert langt síðan það var svona stórt mannhvarfsmál á Íslandi. Ég var ekki einu sinni fæddur þá,“ sagði Bergur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent