Peningaleysi lögreglunnar tafði fyrir Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Myndavélar lögreglunnar eru um 20 ára gamlar og eru aðeins átta á víð og dreif um miðborgina. vísir/vilhelm „Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Það er skelfilegt til þess að hugsa að gæði myndavéla skuli gera það að verkum að svona mikilvægur rannsóknarþáttur skuli tefjast. Það er með ólíkindum á þessari tölvuöld,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, en athygli hefur vakið hversu óskýrar myndir lögreglunnar eru af för Birnu Brjánsdóttur nóttina sem hún hvarf. Greint var frá því á blaðamannafundi á mánudag að lögreglan hefði ekki skráningarnúmer Kia Rio-bílsins, sem hún þurfti að finna, vegna lélegra gæða eftirlitsmyndavélanna. Þurfti lögreglan því að notast við útilokunaraðferð til að finna bílinn og sagði Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, að lögreglan hefði skoðað 126 bíla. Hefði lögreglan séð bílnúmerið strax hefði það þrengt leitina og sparað mikinn tíma.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Lögreglan hefur fullan aðgang að átta myndavélum samkvæmt rannsókn Bryndísar Björgvinsdóttir og Valdimars Tr. Hafstein í félagsvísindum við Háskóla Íslands frá 2010. Snorri segist efast um að eftirlitsmyndavélar séu orðnar fleiri eða uppfærðar en eftirlitsmyndavélarnar voru settar upp fyrir um 20 árum. „Ég nánast leyfi mér að fullyrða að það hafi ekki orðið nein breyting án þess að ég viti það fyrir víst. Fjárhagsstaðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slík að það er útilokað að það sé búið að bæta við eða endurnýja þær vélar sem eru uppi. Þetta eru vélar sem voru settar upp í samvinnu við Reykjavíkurborg árið 1997 og þetta voru og eru enn miklir hlunkar,“ segir hann.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.vísir/ernirAlls eru á þriðja hundrað eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt rannsókn þeirra Bryndísar og Valdimars. Samkvæmt upplýsingum frá Securitas beinast þær yfirleitt að bakhúsum og inn í verslanir. Götur miðborgarinnar eru því lítið vaktaðar en Birna hvarf sjónum lögreglu við Laugaveg 31. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er að setja sig inn í starfið og átti erfitt með að tjá sig um hvort eftirlitsmyndavélar lögreglunnar yrðu endurnýjaðar og betrumbættar. „En ef það eru einhverjar vélar sem eru ekki að virka verður það að sjálfsögðu skoðað. En það eru sjónarmið í þessu, bæði með og á móti, og það gilda strangar reglur um eftirlitsmyndavélar sem beinast út á götu,“ segir hún. Snorri segist skilja persónuverndarsjónarmiðin en þau aftri rannsóknum lögreglunnar. „Búnaðurinn er orðinn þannig að það er varla hægt að nota hann. Þessar myndir sem hafa verið að birtast, það þarf að vera ansi fróður um bíla til að vita að þetta sé þessi ákveðna tegund, bara sem dæmi.“Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr.Vísir/Loftmyndir
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 12:14
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent