Þriðji skipverjinn handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 21:30 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. VÍÐIR MÁR HERMANNSSON Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23