Leitin á Strandarheiði: Meðal annars kannað hvort manneskja hafi farið þar á bíl Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:45 „Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
„Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23