Lykilúrskurður fyrir rannsókn lögreglu: Fá leyfi til að skoða farsíma sem notaðir voru á sama svæði og merki barst frá síma Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2017 12:45 Ýmsar mikilvægar upplýsingar er tengjast símanotkun Birnu og hvar merki frá síma hennar finnst. mynd/fréttablaðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Þetta þýðir að lögreglan má nú kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða, því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Hefur töluverða þýðingu fyrir rannsókn málsins Lögreglan hefur óskað eftir upplýsingum um símana frá símafyrirtækjunum og mun tölvurannsóknardeild taka við þeim. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu segir að úrskurður héraðsdóms hafi töluverða þýðingu fyrir málið. „Þetta hefur töluverða þýðingu vegna þess að ef að það verður árangur af þessu þá gætum við, og gerum ráð fyrir því að einhver hafi verið í bílnum sem við gerum ráð fyrir því að Birna hafi farið í til Hafnarfjarðar, þá gætum við fengið upplýsingar um símanúmer þess einstaklings,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður hvað það taki langan tíma að fá gögnin og svo greina þau segir Grímur að það geti tekið einhvern tíma. „Við erum samt sem áður að vinna þetta mjög hratt. Við erum búin að biðja um að fá gögnin mjög hratt og við munum vinna þetta mjög hratt.“Vonast til að hægt verði að vinna úr gögnunum í dag Grímur segist vonast til að fá upplýsingar í dag og að lögreglan nái jafnframt að vinna úr þeim í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða það að það verði af þessu árangur og annað sem rétt er að hafa í huga er að það ferðast ekki allir eins á sendum því það fer eftir því hjá hvaða símafyrirtæki maður er á hvaða sendi maður lendir, eða það getur farið eftir því.“ Aðspurður um hvernig staðan er á öðrum þáttum rannsóknarinnar segir Grímur að ökumaður rauðs Kia Rio-bíls sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun sé enn ófundinn.Rannsaka hvarf Birnu með þeim aðferðum sem notaðar eru í sakamálum Þá hefur ekki enn verið staðfest að skór sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi séu af Birnu. Að auki vinnur lögreglan að því að rannsaka mikið af myndefni við höfnina í Hafnarfirði en umfangsmikil leit stendur nú yfir í og við höfnina. Að sögn Gríms er hvarf Birnu enn ekki rannsakað sem sakamál. „Ég hef sagt það áður að mér finnst þessi stimpill ekki tímabær, varðandi hvort þetta sé saknæmt eða ekki, en hins vegar vil ég taka það mjög skýrt fram að við rannsökum þetta mál með öllum þeim aðferðum sem við notum annars í sakamálum. Það er allt undir og við beitum öllum okkar tækjum til þess að verða okkur úti um upplýsingar sem geta leitt til lausnar málsins.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Þetta þýðir að lögreglan má nú kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða, því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði.Hefur töluverða þýðingu fyrir rannsókn málsins Lögreglan hefur óskað eftir upplýsingum um símana frá símafyrirtækjunum og mun tölvurannsóknardeild taka við þeim. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu segir að úrskurður héraðsdóms hafi töluverða þýðingu fyrir málið. „Þetta hefur töluverða þýðingu vegna þess að ef að það verður árangur af þessu þá gætum við, og gerum ráð fyrir því að einhver hafi verið í bílnum sem við gerum ráð fyrir því að Birna hafi farið í til Hafnarfjarðar, þá gætum við fengið upplýsingar um símanúmer þess einstaklings,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður hvað það taki langan tíma að fá gögnin og svo greina þau segir Grímur að það geti tekið einhvern tíma. „Við erum samt sem áður að vinna þetta mjög hratt. Við erum búin að biðja um að fá gögnin mjög hratt og við munum vinna þetta mjög hratt.“Vonast til að hægt verði að vinna úr gögnunum í dag Grímur segist vonast til að fá upplýsingar í dag og að lögreglan nái jafnframt að vinna úr þeim í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að fullyrða það að það verði af þessu árangur og annað sem rétt er að hafa í huga er að það ferðast ekki allir eins á sendum því það fer eftir því hjá hvaða símafyrirtæki maður er á hvaða sendi maður lendir, eða það getur farið eftir því.“ Aðspurður um hvernig staðan er á öðrum þáttum rannsóknarinnar segir Grímur að ökumaður rauðs Kia Rio-bíls sem lögreglan lýsti eftir í gærmorgun sé enn ófundinn.Rannsaka hvarf Birnu með þeim aðferðum sem notaðar eru í sakamálum Þá hefur ekki enn verið staðfest að skór sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi séu af Birnu. Að auki vinnur lögreglan að því að rannsaka mikið af myndefni við höfnina í Hafnarfirði en umfangsmikil leit stendur nú yfir í og við höfnina. Að sögn Gríms er hvarf Birnu enn ekki rannsakað sem sakamál. „Ég hef sagt það áður að mér finnst þessi stimpill ekki tímabær, varðandi hvort þetta sé saknæmt eða ekki, en hins vegar vil ég taka það mjög skýrt fram að við rannsökum þetta mál með öllum þeim aðferðum sem við notum annars í sakamálum. Það er allt undir og við beitum öllum okkar tækjum til þess að verða okkur úti um upplýsingar sem geta leitt til lausnar málsins.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47