Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur tekið til gagngerrar endurskoðunar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 12:14 Skjáskot úr myndbandi lögreglunnar sem unnið var úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Myndbandið sýnir ferðir Birnu aðfaranótt laugardags. Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 að morgni laugardags. Hins vegar sést ekki á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í hvaða átt Birna fór í kjölfarið. Þá var ekki hægt að greina bílnúmer á rauðum fólksbíl af gerðinni Kia Rio sem leitað var síðustu daga. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar, sagði á blaðamannafundi í gær að lögreglan hefði vissulega kosið að hafa betra myndefni til að vinna úr. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ákveða fjölda, staðsetningu og gerð eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að taka þurfi eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni til gagngerrar endurskoðunar. Það verði gert á næstu vikum í samráði við Reykjavíkurborg. Lögreglan mun í kjölfar þessa máls gera tillögu að úrbótum til borgarinnar, meðal annars um að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur verður tekið til gagngerrar endurskoðunar í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 að morgni laugardags. Hins vegar sést ekki á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í hvaða átt Birna fór í kjölfarið. Þá var ekki hægt að greina bílnúmer á rauðum fólksbíl af gerðinni Kia Rio sem leitað var síðustu daga. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi leitarinnar, sagði á blaðamannafundi í gær að lögreglan hefði vissulega kosið að hafa betra myndefni til að vinna úr. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að ákveða fjölda, staðsetningu og gerð eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að taka þurfi eftirlitsmyndavélakerfið í miðborginni til gagngerrar endurskoðunar. Það verði gert á næstu vikum í samráði við Reykjavíkurborg. Lögreglan mun í kjölfar þessa máls gera tillögu að úrbótum til borgarinnar, meðal annars um að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Nota Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Ungt fólk hefur undanfarið skipt út myndum af sér á samfélagsmiðlinum Tinder til að vekja athygli á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 17. janúar 2017 11:04
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47