Aðalvarðstjóri lögreglu: Sterkur grunur að skórnir séu af Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 04:32 Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira