Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. janúar 2017 01:09 Bílar í myrkrinu við Kaldársel í kvöld. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína að Kaldárseli í Hafnarfirði, rétt við bílastæðið hjá gönguleiðini á Helgarfell, um miðnætti í kvöld eftir að almennur borgari fann stakan Dr. Martens-skó um klukkan ellefu. Birti hann mynd af skónum á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur og var á honum að skilja að skórinn hefði fundist nærri Kaldárseli.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Hann hefur síðan útskýrt að skórinn hafi fundist annars staðar. Málið sé í höndum lögreglu sem þakkaði honum veittar upplýsingar. Lögregla verst allra fregna af málinu sem stendur. Samkvæmt heimildum Vísis fannst skórinn ekki í Kaldárseli. Í tilkynningum lögreglu vegna leitarinnar að Birnu hefur komið fram að hin tvítuga Birna Brjánsdóttir, sem ekkert hefur sést til í tæpa þrjá sólarhringa, var klædd í Dr. Martens-skó. Móðir Birnu, eða einhver henni nákomin sem heldur utan um fyrrnefnda Facebook-síðu, hefur beðið fólk um að yfirgefa svæðið. Það sé að ósk lögreglu. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglu en engin svör hafa borist þaðan.Uppfært klukkan 01:38Lögregla hefur lokað veginum að höfuðstöðvum Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst fyrrnefndur skór á svæðinu. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa yfir og eru sérsveitarmenn meðal annars mættir á svæðið og sömuleiðis teymi frá björgunarsveitinni.Uppfært kukkan 02:21Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, staðfestir í samtali við Vísi að skórinn hafi fundist við höfnina. Ekki liggir fyrir hvort hann sé af Birnu en verið sé að leita til ættingja til að staðfesta það. Unnið sé eftir þessari vísbendingu.Uppfært klukkan 03:09Seinni skórinn fannst við leit við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og nótt. Parið er áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf á laugardagsmorgun. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu að parið sé Birnu en verið er að leita af sér allan grun í Hafnarfjarðarhöfn með tilkomu þessara vísbendinga. Nánar hér.Uppfært klukkan 04:41Ágúst Svansson segir sterkan grun um að skórnir séu af Birnu. Viðtal við Ágúst má sjá hér að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína að Kaldárseli í Hafnarfirði, rétt við bílastæðið hjá gönguleiðini á Helgarfell, um miðnætti í kvöld eftir að almennur borgari fann stakan Dr. Martens-skó um klukkan ellefu. Birti hann mynd af skónum á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur og var á honum að skilja að skórinn hefði fundist nærri Kaldárseli.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Hann hefur síðan útskýrt að skórinn hafi fundist annars staðar. Málið sé í höndum lögreglu sem þakkaði honum veittar upplýsingar. Lögregla verst allra fregna af málinu sem stendur. Samkvæmt heimildum Vísis fannst skórinn ekki í Kaldárseli. Í tilkynningum lögreglu vegna leitarinnar að Birnu hefur komið fram að hin tvítuga Birna Brjánsdóttir, sem ekkert hefur sést til í tæpa þrjá sólarhringa, var klædd í Dr. Martens-skó. Móðir Birnu, eða einhver henni nákomin sem heldur utan um fyrrnefnda Facebook-síðu, hefur beðið fólk um að yfirgefa svæðið. Það sé að ósk lögreglu. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglu en engin svör hafa borist þaðan.Uppfært klukkan 01:38Lögregla hefur lokað veginum að höfuðstöðvum Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst fyrrnefndur skór á svæðinu. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa yfir og eru sérsveitarmenn meðal annars mættir á svæðið og sömuleiðis teymi frá björgunarsveitinni.Uppfært kukkan 02:21Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, staðfestir í samtali við Vísi að skórinn hafi fundist við höfnina. Ekki liggir fyrir hvort hann sé af Birnu en verið sé að leita til ættingja til að staðfesta það. Unnið sé eftir þessari vísbendingu.Uppfært klukkan 03:09Seinni skórinn fannst við leit við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og nótt. Parið er áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf á laugardagsmorgun. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu að parið sé Birnu en verið er að leita af sér allan grun í Hafnarfjarðarhöfn með tilkomu þessara vísbendinga. Nánar hér.Uppfært klukkan 04:41Ágúst Svansson segir sterkan grun um að skórnir séu af Birnu. Viðtal við Ágúst má sjá hér að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira