Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. janúar 2017 01:09 Bílar í myrkrinu við Kaldársel í kvöld. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína að Kaldárseli í Hafnarfirði, rétt við bílastæðið hjá gönguleiðini á Helgarfell, um miðnætti í kvöld eftir að almennur borgari fann stakan Dr. Martens-skó um klukkan ellefu. Birti hann mynd af skónum á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur og var á honum að skilja að skórinn hefði fundist nærri Kaldárseli.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Hann hefur síðan útskýrt að skórinn hafi fundist annars staðar. Málið sé í höndum lögreglu sem þakkaði honum veittar upplýsingar. Lögregla verst allra fregna af málinu sem stendur. Samkvæmt heimildum Vísis fannst skórinn ekki í Kaldárseli. Í tilkynningum lögreglu vegna leitarinnar að Birnu hefur komið fram að hin tvítuga Birna Brjánsdóttir, sem ekkert hefur sést til í tæpa þrjá sólarhringa, var klædd í Dr. Martens-skó. Móðir Birnu, eða einhver henni nákomin sem heldur utan um fyrrnefnda Facebook-síðu, hefur beðið fólk um að yfirgefa svæðið. Það sé að ósk lögreglu. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglu en engin svör hafa borist þaðan.Uppfært klukkan 01:38Lögregla hefur lokað veginum að höfuðstöðvum Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst fyrrnefndur skór á svæðinu. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa yfir og eru sérsveitarmenn meðal annars mættir á svæðið og sömuleiðis teymi frá björgunarsveitinni.Uppfært kukkan 02:21Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, staðfestir í samtali við Vísi að skórinn hafi fundist við höfnina. Ekki liggir fyrir hvort hann sé af Birnu en verið sé að leita til ættingja til að staðfesta það. Unnið sé eftir þessari vísbendingu.Uppfært klukkan 03:09Seinni skórinn fannst við leit við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og nótt. Parið er áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf á laugardagsmorgun. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu að parið sé Birnu en verið er að leita af sér allan grun í Hafnarfjarðarhöfn með tilkomu þessara vísbendinga. Nánar hér.Uppfært klukkan 04:41Ágúst Svansson segir sterkan grun um að skórnir séu af Birnu. Viðtal við Ágúst má sjá hér að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Fjöldi sjálfboðaliða lagði leið sína að Kaldárseli í Hafnarfirði, rétt við bílastæðið hjá gönguleiðini á Helgarfell, um miðnætti í kvöld eftir að almennur borgari fann stakan Dr. Martens-skó um klukkan ellefu. Birti hann mynd af skónum á Facebook-síðunni Leit að Birnu Brjánsdóttur og var á honum að skilja að skórinn hefði fundist nærri Kaldárseli.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Hann hefur síðan útskýrt að skórinn hafi fundist annars staðar. Málið sé í höndum lögreglu sem þakkaði honum veittar upplýsingar. Lögregla verst allra fregna af málinu sem stendur. Samkvæmt heimildum Vísis fannst skórinn ekki í Kaldárseli. Í tilkynningum lögreglu vegna leitarinnar að Birnu hefur komið fram að hin tvítuga Birna Brjánsdóttir, sem ekkert hefur sést til í tæpa þrjá sólarhringa, var klædd í Dr. Martens-skó. Móðir Birnu, eða einhver henni nákomin sem heldur utan um fyrrnefnda Facebook-síðu, hefur beðið fólk um að yfirgefa svæðið. Það sé að ósk lögreglu. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglu en engin svör hafa borist þaðan.Uppfært klukkan 01:38Lögregla hefur lokað veginum að höfuðstöðvum Atlantsolíu við höfnina í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst fyrrnefndur skór á svæðinu. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa yfir og eru sérsveitarmenn meðal annars mættir á svæðið og sömuleiðis teymi frá björgunarsveitinni.Uppfært kukkan 02:21Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, staðfestir í samtali við Vísi að skórinn hafi fundist við höfnina. Ekki liggir fyrir hvort hann sé af Birnu en verið sé að leita til ættingja til að staðfesta það. Unnið sé eftir þessari vísbendingu.Uppfært klukkan 03:09Seinni skórinn fannst við leit við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld og nótt. Parið er áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf á laugardagsmorgun. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu að parið sé Birnu en verið er að leita af sér allan grun í Hafnarfjarðarhöfn með tilkomu þessara vísbendinga. Nánar hér.Uppfært klukkan 04:41Ágúst Svansson segir sterkan grun um að skórnir séu af Birnu. Viðtal við Ágúst má sjá hér að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira