Ólíklegt að Birna hafi farið úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:44 Lögregla biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar að hafa samband við lögreglu. vísir/skjáskot Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira