Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 14:09 Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum. vísir/eyþór Gengið verður út frá því að um sé að ræða mannshvarf í tilfelli Birnu Brjánsdóttur og málið því ekki rannsakað sem saknæmt á þessum tímapunkti, segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglunni en engin þeirra hefur skilað neinu. „Ég vil halda því fram að við séum enn að rannsaka mannshvarf án þess að það blasi við að um sé að ræða refsiverða háttsemi í því sambandi,“ segir Grímur, aðspurður hvort málið sé rannsakað sem saknæmt.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirBeðið eftir upptökum og upplýsingum frá bílaleigum Grímur segir að unnið sé að því að afla ganga í málinu. Beðið sé eftir frekari upplýsingum og upptökum úr öryggismyndavélum og að reynt sé að hafa uppi á fleiri myndavélum í nágrenninu. Þá segir hann að ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögreglan óskaði eftir að ná tali af í morgun hafi enn ekki gefið sig fram. Nú sé gagna beðið frá bílaleigum og í kjölfarið verði unnið út frá þeim. Skipulögð leit að Birnu stendur nú yfir í miðbænum. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leitað verði á meðan bjart er en að frekari ákvarðanir hafi ekki verið teknar að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur þyrla gæslunnar ekki verið kölluð út til leitar.Leitað í 300 metra radíus Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Að neðan má sjá svipmyndir frá leit björgunarsveitarfólksins í miðbæ Reykjavíkur. Rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og um klukkan ellefu í gærkvöldi voru björgunarsveitarmenn með sporhunda kallaðir út til að taka þátt í leitinni með lögreglu, ættingjum og vinum Birnu. Þá er vitað að sími hennar var notaður undir morgun í Hafnarfirði og er nokkurn veginn vitað á hvaða svæði það var. Unnið er úr öllum vísbendingum að sögn lögreglu. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum skóm þegar hún sást síðast. Þeir sem telja sig vita eitthvað um ferðir Birnu eru beðnir um að láta vita í síma 444-1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Gengið verður út frá því að um sé að ræða mannshvarf í tilfelli Birnu Brjánsdóttur og málið því ekki rannsakað sem saknæmt á þessum tímapunkti, segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglunni en engin þeirra hefur skilað neinu. „Ég vil halda því fram að við séum enn að rannsaka mannshvarf án þess að það blasi við að um sé að ræða refsiverða háttsemi í því sambandi,“ segir Grímur, aðspurður hvort málið sé rannsakað sem saknæmt.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirBeðið eftir upptökum og upplýsingum frá bílaleigum Grímur segir að unnið sé að því að afla ganga í málinu. Beðið sé eftir frekari upplýsingum og upptökum úr öryggismyndavélum og að reynt sé að hafa uppi á fleiri myndavélum í nágrenninu. Þá segir hann að ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögreglan óskaði eftir að ná tali af í morgun hafi enn ekki gefið sig fram. Nú sé gagna beðið frá bílaleigum og í kjölfarið verði unnið út frá þeim. Skipulögð leit að Birnu stendur nú yfir í miðbænum. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leitað verði á meðan bjart er en að frekari ákvarðanir hafi ekki verið teknar að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur þyrla gæslunnar ekki verið kölluð út til leitar.Leitað í 300 metra radíus Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Að neðan má sjá svipmyndir frá leit björgunarsveitarfólksins í miðbæ Reykjavíkur. Rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og um klukkan ellefu í gærkvöldi voru björgunarsveitarmenn með sporhunda kallaðir út til að taka þátt í leitinni með lögreglu, ættingjum og vinum Birnu. Þá er vitað að sími hennar var notaður undir morgun í Hafnarfirði og er nokkurn veginn vitað á hvaða svæði það var. Unnið er úr öllum vísbendingum að sögn lögreglu. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum skóm þegar hún sást síðast. Þeir sem telja sig vita eitthvað um ferðir Birnu eru beðnir um að láta vita í síma 444-1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52