Ferðamenn átti sig ekki á hættunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2017 21:00 Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira