Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2017 10:49 Joseph Fiennes sem Michael Jackson í bresku gamanþáttunum Urban Myths. Breski leikarinn Joseph Fiennes leikur Michael Jackson í breskum gamanþætti og sitt sýnist hverjum um það val og túlkun hans á tónlistarmanninum sáluga. Um er að ræða bresku gamanþáttaröðina Urban Myts þar sem sem Fiennes leikur konung poppsins í þætti sem fjallar um bílferð Elizabeth Taylor, Michael Jackson og Marlon Brando.Hlaðvarpið The MJ Cast, sem fjallar um Michael Jackson, hvatti til sniðgöngu á þættinum og spurði dóttur Michael Jackson, Paris, hvað henni þætti um þetta allt saman. „Mér er svo ótrúlega misboðið, og er viss um að mörgum öðrum líði eins. Í hreinskilni sagt varð mér óglatt,“ svaraði Paris á Twitter.@TheMJCast i'm so incredibly offended by it, as i'm sure plenty of people are as well, and it honestly makes me want to vomit.— Paris-Michael K. J. (@ParisJackson) January 11, 2017 Hún segist reið yfir því hversu augljóslega aðstandendur þáttarins eru að reyna að vera móðgandi, ekki aðeins í garð föður hennar, heldur einnig í garð guðmóður hennar Elizabeth Taylor. „Hvar er virðingin? Þau lögðu blóð, svita og tár í það að skapa svo mikla og merkilega arfleið. Þetta er skammarleg túlkun.“@TheMJCast it angers me to see how obviously intentional it was for them to be this insulting, not just towards my father, but my godmother liz as well— Paris-Michael K. J. (@ParisJackson) January 11, 2017 Hún sagði föður sinn hafa ávallt verið stoltan af uppruna sínum og að hann hefði aldrei sætt sig við þessa túlkun.@TheMJCast where is the respect? they worked through blood sweat and tears for ages to create such profound and remarkable legacies. shameful portrayal— Paris-Michael K. J. (@ParisJackson) January 11, 2017 Þessi þáttur verður frumsýndur á Sky Arts 19. janúar næstkomandi. Michael Jackson, Elizabeth Taylor og Marlon Brando eru ekki einu umfjöllunarefnin því einnig verða sagðar sögur af Bob Dylan, Adolf Hitler, Samuel Beckett og Cary Grant í þessari þáttaröð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Breski leikarinn Joseph Fiennes leikur Michael Jackson í breskum gamanþætti og sitt sýnist hverjum um það val og túlkun hans á tónlistarmanninum sáluga. Um er að ræða bresku gamanþáttaröðina Urban Myts þar sem sem Fiennes leikur konung poppsins í þætti sem fjallar um bílferð Elizabeth Taylor, Michael Jackson og Marlon Brando.Hlaðvarpið The MJ Cast, sem fjallar um Michael Jackson, hvatti til sniðgöngu á þættinum og spurði dóttur Michael Jackson, Paris, hvað henni þætti um þetta allt saman. „Mér er svo ótrúlega misboðið, og er viss um að mörgum öðrum líði eins. Í hreinskilni sagt varð mér óglatt,“ svaraði Paris á Twitter.@TheMJCast i'm so incredibly offended by it, as i'm sure plenty of people are as well, and it honestly makes me want to vomit.— Paris-Michael K. J. (@ParisJackson) January 11, 2017 Hún segist reið yfir því hversu augljóslega aðstandendur þáttarins eru að reyna að vera móðgandi, ekki aðeins í garð föður hennar, heldur einnig í garð guðmóður hennar Elizabeth Taylor. „Hvar er virðingin? Þau lögðu blóð, svita og tár í það að skapa svo mikla og merkilega arfleið. Þetta er skammarleg túlkun.“@TheMJCast it angers me to see how obviously intentional it was for them to be this insulting, not just towards my father, but my godmother liz as well— Paris-Michael K. J. (@ParisJackson) January 11, 2017 Hún sagði föður sinn hafa ávallt verið stoltan af uppruna sínum og að hann hefði aldrei sætt sig við þessa túlkun.@TheMJCast where is the respect? they worked through blood sweat and tears for ages to create such profound and remarkable legacies. shameful portrayal— Paris-Michael K. J. (@ParisJackson) January 11, 2017 Þessi þáttur verður frumsýndur á Sky Arts 19. janúar næstkomandi. Michael Jackson, Elizabeth Taylor og Marlon Brando eru ekki einu umfjöllunarefnin því einnig verða sagðar sögur af Bob Dylan, Adolf Hitler, Samuel Beckett og Cary Grant í þessari þáttaröð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira