Grátt silfur og sjálfsmörk Þorvaldur Gylfason skrifar 12. janúar 2017 07:00 Sumar stjórnarmyndanir eru misráðnar, t.d. myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen 1980. Efnahagsmálin voru þá í enn meiri ólestri en jafnan fyrr. Verðbólgan hafði verið 45% árið áður, 1979. Sparifé landsmanna stóð í björtu báli enda var verðtryggingu þá ekki til að dreifa. Flokkarnir á Alþingi gátu ekki komið sér saman um myndun stjórnar. Hver höndin var uppi á móti annarri. Forseti Íslands, Kristján Eldjárn, undirbjó skipun utanþingsstjórnar sem var eina vitið eins og sakir stóðu.Sjálfsmark á síðustu mínútu Þá gerðist það sem fáir áttu von á. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði eldað grátt silfur við formann flokksins, Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra 1974-1978, fékk tvo aðra þingmenn flokksins til liðs við sig ásamt einum liðhlaupa enn og myndaði ríkisstjórn með höfuðandstæðingunum, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Stjórnin hafði nauman þingmeirihluta, 32 þingmenn af 60. Geir Hallgrímsson og 17 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu eftir með sárt ennið ásamt Alþýðuflokki með sína 10 þingmenn. Ellert B. Schram, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, lýsti málinu í blaðagrein með því að segja efnislega: Maður útkljáir ekki knattspyrnuleik með því að skora sjálfsmark á síðustu mínútu og berja sér síðan á brjóst eins og sigurvegari.„Allt vildi hann vinna“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsir málinu í bók sinni Völundarhús valdsins og segir um Kristján Eldjárn, forvera sinn: „Á mörkunum var að forseta bæri að veita brautargengi til þess [þ.e. stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsen] en allt vildi hann vinna til að losna undan þeirri þján að skipa utanþingsstjórn. Svo mikil var gleði Kristjáns Eldjárns þegar ljóst var hvert stefndi að hann las inn á segulband sitt víðfræg vísuorð úr Oklahoma, söngleik Rodgers og Hammersteins: „Oh what a beautiful morning, oh what a beautiful day. I’ve got a wonderful feeling, everything’s going my way.“ Frásögn Guðna vitnar um að Kristjáni brást bogalistin. „Þján“ forseta Íslands má engu máli skipta við stjórnarmyndun. Þægindi forsetans þurfa að víkja fyrir hag fólksins í landinu. Af frásögn Guðna má ráða að Kristján Eldjárn hafi talið það vera „á mörkunum“ að veita stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen brautargengi, trúlega m.a. af því að efnahagsmálin voru í uppnámi og margir töldu að Gunnari Thoroddsen, Framsókn og Alþýðubandalagi væri öðrum fremur ósýnt um þann málaflokk eins og kom á daginn, enda rauk verðbólgan upp í 83% á lokaári ríkisstjórnar Gunnars, 1983. Forsetinn hefði átt að taka á sig óþægindin sem fylgdu skipan utanþingsstjórnar frekar en að hleypa að ríkisstjórnarborðinu mönnum sem vænta mátti að myndu hleypa verðbólgunni í hæstu hæðir. Enginn þeirra hafði þó átt aðild að bankaráni. Forseti Íslands á ekki að vera sinnulaus veizlustjóri. Honum ber skv. stjórnarskránni að hafa frumkvæði að stjórnarmyndun með þjóðarhag að leiðarljósi, ekki eigin þægindi.Sagan endurtekur sig Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar með 47% atkvæða að baki sér styðst við eins manns þingmeirihluta í krafti úreltra kosningalaga sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29% atkvæða í kosningunum og ætti því að réttu lagi að hafa 18 þingmenn, ekki 21. Sum þingsætin má því skoða sem þýfi. Nýja ríkisstjórnin er í annan stað skipuð a.m.k. fjórum alræmdum óreiðumönnum. Forsætisráðherrann skuldaði bönkunum 174 mkr. í hruninu skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann skuldaði næstum tífalda þá fjárhæð, 1.683 mkr. Síðarnefndi ráðherrann slapp við að standa í skilum þótt undarlegt megi virðast þar eð lánið var veitt maka til hlutafjárkaupa með veði í bréfunum sjálfum. Hæstiréttur hefur í hliðstæðu máli dæmt slíka lánveitingu ólöglega með svohljóðandi umsögn: „ … verður því fallist á með ákæruvaldinu að ákærða hafi ekki getað dulist að lánveiting Byrs sparisjóðs til … hafi verið ólögmæt og til þess fallin að valda sparisjóðnum verulegri fjártjónshættu, enda kom á daginn að féð sem félaginu var lánað er sjóðnum glatað.“ Forsætisráðherrann hefur ekki enn gert opinbera grein fyrir því hvort eða hvernig skuldir hans við föllnu bankana voru gerðar upp. Fólkið í landinu veit því ekki hvort hann er enn í eigu bankanna eða ekki. Sama máli gegnir um fv. innanríkisráðherra sem situr enn á þingi og skuldaði bönkunum 113 mkr. þegar þeir hrundu. Nöfn beggja fundust í Panama-skjölunum sem væri út af fyrir sig frágangssök í siðuðu landi enda varð birting Panama-skjalanna til þess að kosningum var flýtt um hálft ár. Fjórir af 332 ráðherrum í Vestur-Evrópu fundust í Panama-skjölunum, og þrír af þessum fjórum eru Íslendingar, allir þrír sitja enn á þingi, og einn þeirra, formaður Sjálfstæðisflokksins, situr enn í ríkisstjórn. Nýi utanríkisráðherrann aflaði fjallhárra styrkja til flokks síns sem flokkurinn taldi sig þurfa að skila aftur, en hvort það hefur verið gert hefur ekki verið upplýst. Einn ráðherrann enn, sjálfur fjármálaráðherrann, hljóp við þriðja mann frá 650 mkr. skuld við Landsbankann, skuld sem var stofnað til með láni til að kaupa hlutabréf með veði í bréfunum sjálfum. Slík lán hefur Hæstiréttur í hliðstæðu máli skilgreint sem umboðssvik eins og lýst var að framan. Það mun vera einsdæmi að ekki einn heldur tveir fjármálaráðherrar í röð hafi hlaupið frá mörg hundruð mkr. skuldum áður en þeir settust í embætti – og báðir úr sömu fjölskyldunni.Orðspor Íslands Hvað skyldu bankarnir hafa borið margar fjölskyldur út af heimilum sínum til að fjármagna töpuð útlán til óreiðumanna eins og þeirra sem sitja nú fleiri en nokkru sinni fyrr í ríkisstjórn Íslands? Og hvað skyldi erlendum fórnarlömbum hrunsins finnast um ríkisstjórnina og Ísland? Þessi ríkisstjórn mun láta greipar sópa um annarra fé – Tökum bankana! Aftur! – og rýra orðspor Íslands enn frekar en orðið er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Sumar stjórnarmyndanir eru misráðnar, t.d. myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen 1980. Efnahagsmálin voru þá í enn meiri ólestri en jafnan fyrr. Verðbólgan hafði verið 45% árið áður, 1979. Sparifé landsmanna stóð í björtu báli enda var verðtryggingu þá ekki til að dreifa. Flokkarnir á Alþingi gátu ekki komið sér saman um myndun stjórnar. Hver höndin var uppi á móti annarri. Forseti Íslands, Kristján Eldjárn, undirbjó skipun utanþingsstjórnar sem var eina vitið eins og sakir stóðu.Sjálfsmark á síðustu mínútu Þá gerðist það sem fáir áttu von á. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði eldað grátt silfur við formann flokksins, Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra 1974-1978, fékk tvo aðra þingmenn flokksins til liðs við sig ásamt einum liðhlaupa enn og myndaði ríkisstjórn með höfuðandstæðingunum, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Stjórnin hafði nauman þingmeirihluta, 32 þingmenn af 60. Geir Hallgrímsson og 17 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu eftir með sárt ennið ásamt Alþýðuflokki með sína 10 þingmenn. Ellert B. Schram, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, lýsti málinu í blaðagrein með því að segja efnislega: Maður útkljáir ekki knattspyrnuleik með því að skora sjálfsmark á síðustu mínútu og berja sér síðan á brjóst eins og sigurvegari.„Allt vildi hann vinna“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsir málinu í bók sinni Völundarhús valdsins og segir um Kristján Eldjárn, forvera sinn: „Á mörkunum var að forseta bæri að veita brautargengi til þess [þ.e. stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsen] en allt vildi hann vinna til að losna undan þeirri þján að skipa utanþingsstjórn. Svo mikil var gleði Kristjáns Eldjárns þegar ljóst var hvert stefndi að hann las inn á segulband sitt víðfræg vísuorð úr Oklahoma, söngleik Rodgers og Hammersteins: „Oh what a beautiful morning, oh what a beautiful day. I’ve got a wonderful feeling, everything’s going my way.“ Frásögn Guðna vitnar um að Kristjáni brást bogalistin. „Þján“ forseta Íslands má engu máli skipta við stjórnarmyndun. Þægindi forsetans þurfa að víkja fyrir hag fólksins í landinu. Af frásögn Guðna má ráða að Kristján Eldjárn hafi talið það vera „á mörkunum“ að veita stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen brautargengi, trúlega m.a. af því að efnahagsmálin voru í uppnámi og margir töldu að Gunnari Thoroddsen, Framsókn og Alþýðubandalagi væri öðrum fremur ósýnt um þann málaflokk eins og kom á daginn, enda rauk verðbólgan upp í 83% á lokaári ríkisstjórnar Gunnars, 1983. Forsetinn hefði átt að taka á sig óþægindin sem fylgdu skipan utanþingsstjórnar frekar en að hleypa að ríkisstjórnarborðinu mönnum sem vænta mátti að myndu hleypa verðbólgunni í hæstu hæðir. Enginn þeirra hafði þó átt aðild að bankaráni. Forseti Íslands á ekki að vera sinnulaus veizlustjóri. Honum ber skv. stjórnarskránni að hafa frumkvæði að stjórnarmyndun með þjóðarhag að leiðarljósi, ekki eigin þægindi.Sagan endurtekur sig Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar með 47% atkvæða að baki sér styðst við eins manns þingmeirihluta í krafti úreltra kosningalaga sem kjósendur höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29% atkvæða í kosningunum og ætti því að réttu lagi að hafa 18 þingmenn, ekki 21. Sum þingsætin má því skoða sem þýfi. Nýja ríkisstjórnin er í annan stað skipuð a.m.k. fjórum alræmdum óreiðumönnum. Forsætisráðherrann skuldaði bönkunum 174 mkr. í hruninu skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann skuldaði næstum tífalda þá fjárhæð, 1.683 mkr. Síðarnefndi ráðherrann slapp við að standa í skilum þótt undarlegt megi virðast þar eð lánið var veitt maka til hlutafjárkaupa með veði í bréfunum sjálfum. Hæstiréttur hefur í hliðstæðu máli dæmt slíka lánveitingu ólöglega með svohljóðandi umsögn: „ … verður því fallist á með ákæruvaldinu að ákærða hafi ekki getað dulist að lánveiting Byrs sparisjóðs til … hafi verið ólögmæt og til þess fallin að valda sparisjóðnum verulegri fjártjónshættu, enda kom á daginn að féð sem félaginu var lánað er sjóðnum glatað.“ Forsætisráðherrann hefur ekki enn gert opinbera grein fyrir því hvort eða hvernig skuldir hans við föllnu bankana voru gerðar upp. Fólkið í landinu veit því ekki hvort hann er enn í eigu bankanna eða ekki. Sama máli gegnir um fv. innanríkisráðherra sem situr enn á þingi og skuldaði bönkunum 113 mkr. þegar þeir hrundu. Nöfn beggja fundust í Panama-skjölunum sem væri út af fyrir sig frágangssök í siðuðu landi enda varð birting Panama-skjalanna til þess að kosningum var flýtt um hálft ár. Fjórir af 332 ráðherrum í Vestur-Evrópu fundust í Panama-skjölunum, og þrír af þessum fjórum eru Íslendingar, allir þrír sitja enn á þingi, og einn þeirra, formaður Sjálfstæðisflokksins, situr enn í ríkisstjórn. Nýi utanríkisráðherrann aflaði fjallhárra styrkja til flokks síns sem flokkurinn taldi sig þurfa að skila aftur, en hvort það hefur verið gert hefur ekki verið upplýst. Einn ráðherrann enn, sjálfur fjármálaráðherrann, hljóp við þriðja mann frá 650 mkr. skuld við Landsbankann, skuld sem var stofnað til með láni til að kaupa hlutabréf með veði í bréfunum sjálfum. Slík lán hefur Hæstiréttur í hliðstæðu máli skilgreint sem umboðssvik eins og lýst var að framan. Það mun vera einsdæmi að ekki einn heldur tveir fjármálaráðherrar í röð hafi hlaupið frá mörg hundruð mkr. skuldum áður en þeir settust í embætti – og báðir úr sömu fjölskyldunni.Orðspor Íslands Hvað skyldu bankarnir hafa borið margar fjölskyldur út af heimilum sínum til að fjármagna töpuð útlán til óreiðumanna eins og þeirra sem sitja nú fleiri en nokkru sinni fyrr í ríkisstjórn Íslands? Og hvað skyldi erlendum fórnarlömbum hrunsins finnast um ríkisstjórnina og Ísland? Þessi ríkisstjórn mun láta greipar sópa um annarra fé – Tökum bankana! Aftur! – og rýra orðspor Íslands enn frekar en orðið er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun