Mercedes Benz framúr BMW í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 09:15 Þýsku lúxusbílaframleiðendurnir þrír, Benz, BMW og Audi eru allir með kringum 2 milljón bíla sölu í fyrra. Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent
Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent