Í upphafi sjónvarpsútsendingarinnar var spilað tónlistarmyndband sem Fallon tók upp rétt fyrir hátíðina og það á rauða dreglinum. Myndbandið er algjörlega stórbrotið og taka allar helstur stjörnur heims þátt.
Lögin sem heyrast undir eru Another Day of Sun og City of Stars en þau eru bæði úr kvikmyndinni La La Land, auðvitað með breyttum texta.
La La Land er dans- og söngvamynd sem kom sá og sigraði Golden Globe og búist er við að hún verði alls ráðandi á verðlaunahátíðum. Kvikmyndin vann til sjö verðlauna og var hún tilnefnd til sjö.
Hér að neðan má sjá þetta frábæra myndband og þar fyrir neðan má einnig sjá myndband úr kvikmyndinni La La Land.