„Erum mannleg og þurfum að geta grátið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 14:32 Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður. Víglínan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður.
Víglínan Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira