Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Aron og Þórunn mættu í Bítið í morgun. „Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ Eurovision Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira
„Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“
Eurovision Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira