Sjonni keypti gítarinn í laumi rétt áður en hann lést: „Upp úr því byrjaði ég að fikta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Aron og Þórunn mættu í Bítið í morgun. „Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“ Eurovision Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Jú jú ég er hálfgerð mamma hans. Við pabbi hans vorum gift og fæ hann inn í mitt líf þegar hann var átta ára. Þetta var mikil gjöf,“ segir Þórunn Erna Clausen, stjúpmóðir Arons Brink, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þau taka bæði þátt í söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Aron Brink er sonur tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést langt fyrir aldur fram árið 2011. Tólf lög og flytjendur keppa um það að vera framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí. „Það kom mjög snemma í ljós að hann hefði þetta lista- og leiklistargen í sér. Hann byrjaði snemma að leika og var aðeins tíu ára þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Blóðbönd.“ Aron tók síðan þátt í söngleikjum í Verslunarskóla Íslands. „Mér finnst mjög gaman að syngja en ég byrjaði svolítið í seinni kantinum að syngja,“ segir Aron en hann er nokkuð lunkinn að leika og dansa einnig. „Ég held samt að söngurinn verði aðalmálið hjá mér. Ég hef aðeins verið að semja, en ekkert útgefið, bara svona skúffulög. Ég hef rosalega gaman af söngleikjum, þegar búið er að blanda þessu öllu saman.“ Undanúrslit söngvakeppninnar fara fram í Háskólabíói, laugardagana 25. febrúar og 4. mars. Úrslitakvöldið verður svo í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV. Lagið sem Þórunn Erna og Aron Brink mæta með ber nafnið Þú hefur dáleitt mig / Hypnotised og verður Aron flytjandi. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð eftir að við ákváðum að taka þátt í Eurovison. Fólki finnst gaman að fá svona hressandi og gleðilegt lag.“Hversu mikla þjálfun fékk Aron frá föður sínum?„Ég fékk ekki mikla þjálfun frá pabba mínum. Ég fékk fyrst gítar þegar ég var 15 ára. Hann deyr í janúar 2011 og ég á afmæli í febrúar. Þórunn og pabbi voru búin að ákveða að gefa mér gítar og ég fékk hann þarna í febrúar. Upp úr því byrjaði ég að fikta með gítarinn og þannig byrjaði ég að syngja að einhverri alvöru.“
Eurovision Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira