Klaufalegustu meiðslin í NBA-deildinni í vetur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Enes Kanter. Vísir/AP Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins. Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku. Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá. „Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik. Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni. Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.Enes Kanter exits game after punching chair; per @TheVertical 'there's a fear' of a fractured right handhttps://t.co/GX5oPndXOh pic.twitter.com/eW9T4LVkgX— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2017 Chuck called Enes Kanter the best big man off the bench in the NBAIf Kanter is out long, how will this impact OKC's playoff chances? pic.twitter.com/bEvj6YT56Q— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 27, 2017 NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins. Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku. Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá. „Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik. Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni. Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.Enes Kanter exits game after punching chair; per @TheVertical 'there's a fear' of a fractured right handhttps://t.co/GX5oPndXOh pic.twitter.com/eW9T4LVkgX— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2017 Chuck called Enes Kanter the best big man off the bench in the NBAIf Kanter is out long, how will this impact OKC's playoff chances? pic.twitter.com/bEvj6YT56Q— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 27, 2017
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira