„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 19:32 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00