Von Tetzchner Sendir Microsoft tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 14:47 Jon Von Tetzchner. Vivaldi Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón von Tetzchner segist þreyttur á viðskiptaháttum Microsoft varðandi vafra þeirra Edge. Jón segir fyrirtækið þvinga notendur Windows til þess að notast einnig við vafra fyrirtækisins. „Ég skil að Microsoft hafi áhyggjur af því hve fáir notendur Edge eru, en í stað þess að byggja betri vafra, þvingar Microsoft vörum sínum á notendur á mjög blygðunarlausan hátt," segir Jón.Jón á fyrirtæki sem framleitt hefur vafrann Vivaldi og á árum áður gerði hann vafrann Opera.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Á vef Vivaldi segist hana fengið nóg af því að Microsoft geri Edge að aðal vafra hjá öllum sem uppfæri stýrikerfi sín í Windows 10. Sama gerist þegar stýrikerfið er uppfært. „Í hvert sinn sem Windows 10 uppfærist, gerir það Edge að aðal vafranum. Það á til að gerast einnig þegar nýr vafri er settur upp í tölvum fólks. Af einhverri ástæðu verður Edge aftur aðal vafrinn, ekki sá vafri sem verið var að setja upp, né vafrinn sem var áður aðal vafrinn.“Jón segir Microsoft hafa gert notendum sem ekki búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu erfitt að afturkalla breytingarnar sem stýrikerfið gerir. Hann nefnir sérstaklega 72 ára gamla vinkonu sína sem hafi lent í þessu og þrátt fyrir hún hafi reynt að breyta aftur um aðal vafra hafi það ekki tekist. „Markmið okkar sem tæknifyrirtæki ætti að vera að útvega notendum okkar góðum hugbúnaði. Við eigum einnig að sætta okkur við að sumir notendur vilja hugbúnað frá öðrum fyrirtækjum. Það er ábyrgð okkar að koma fram við notendur af sanngirni og það er það sem ætti að keyra tækniiðnaðinn áfram.“ Enn fremur segir Jón að útgáfa fræbærra vara ætti að kynda undir tækniiðnaðinum við að skara fram úr. „Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“ Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón von Tetzchner segist þreyttur á viðskiptaháttum Microsoft varðandi vafra þeirra Edge. Jón segir fyrirtækið þvinga notendur Windows til þess að notast einnig við vafra fyrirtækisins. „Ég skil að Microsoft hafi áhyggjur af því hve fáir notendur Edge eru, en í stað þess að byggja betri vafra, þvingar Microsoft vörum sínum á notendur á mjög blygðunarlausan hátt," segir Jón.Jón á fyrirtæki sem framleitt hefur vafrann Vivaldi og á árum áður gerði hann vafrann Opera.Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Á vef Vivaldi segist hana fengið nóg af því að Microsoft geri Edge að aðal vafra hjá öllum sem uppfæri stýrikerfi sín í Windows 10. Sama gerist þegar stýrikerfið er uppfært. „Í hvert sinn sem Windows 10 uppfærist, gerir það Edge að aðal vafranum. Það á til að gerast einnig þegar nýr vafri er settur upp í tölvum fólks. Af einhverri ástæðu verður Edge aftur aðal vafrinn, ekki sá vafri sem verið var að setja upp, né vafrinn sem var áður aðal vafrinn.“Jón segir Microsoft hafa gert notendum sem ekki búa yfir mikilli tæknilegri kunnáttu erfitt að afturkalla breytingarnar sem stýrikerfið gerir. Hann nefnir sérstaklega 72 ára gamla vinkonu sína sem hafi lent í þessu og þrátt fyrir hún hafi reynt að breyta aftur um aðal vafra hafi það ekki tekist. „Markmið okkar sem tæknifyrirtæki ætti að vera að útvega notendum okkar góðum hugbúnaði. Við eigum einnig að sætta okkur við að sumir notendur vilja hugbúnað frá öðrum fyrirtækjum. Það er ábyrgð okkar að koma fram við notendur af sanngirni og það er það sem ætti að keyra tækniiðnaðinn áfram.“ Enn fremur segir Jón að útgáfa fræbærra vara ætti að kynda undir tækniiðnaðinum við að skara fram úr. „Það er kominn tími til að gera hið rétta. Hættið að stela aðal vafranum, sættið ykkur við val notenda og keppið á eigin verðleikum.“
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira