Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. Vísir/Loftmyndir ehf. Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Vegagerðin hefur látið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins og til sunnudagsins 22. janúar þegar lík hennar fannst við Selvogsvita. Á þeim tíma var ríkjandi suðvestan átt í öldu, sem þýðir að hún fer frá vestri til austurs. „Það komu að vísu dagar þegar vindáttin var breytileg en ölduáttin var afgerandi suðvestanátt allan tímann,“ segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni.Við ströndina ræðurölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli.Vísir/VilhelmMargar breytur til skoðunar Hann segir að við ströndina ráði ölduáttin mjög miklu en þegar komið er lengra út frá ströndinni skipta sjávarfallsstraumar máli. „Þá eru til reklíkön sem geta nýst við að skoða mögulegt rek sem er fyrir áhrif sjávarfalla,“ segir Sigurður en fyrir sunnan Reykjanesið er straumurinn til skiptis til vesturs og austurs. Heildarstefnan er þó lengra til vesturs en styttra til austurs en þannig skiptir straumurinn um átt fram og til baka. „Síðan er alda þarna ofan á þessu og hún er úr suðvestri á móti sjávarfallsstraumum,“ segir Sigurður. Án þess að eitthvað sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu þá telur Sigurður að miðað við þau gögn sem Vegagerðin gat horft til þá er ekki talið að Birna hafi borist mjög langa leið að Selvogsvita.Sunnanvert Reykjanesið líklegt Skópar Birnu fannst við Hafnarfjarðarhöfn mánudagskvöldið 16. janúar en talið er nánast útilokað að líkið hafi borist frá Hafnarfjarðarhöfn. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo aftur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Sigurður segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Huga þarf að mörgum breytum við þessa rannsókn en ef um Óseyrarbrú er til dæmis að ræða þá hefði líkið ekki ferðast með ströndinni heldur borist úr á svolítið dýpi þar sem sjávarafallastraumarnir hefðu geta borið það hægt til vesturs en síðan á einhverjum tímapunkti hefur aldan gripið það og fært upp í fjöru.Gruna laugardaginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á málinu, segir það blasa við að Birna hafi farið í sjó en hvenær nákvæmlega er erfitt að segja um. „Ekki annað en að okkur grunar að það hafi gerst á laugardeginum 14. janúar,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu hafa uppi kenningar um hvar Birna var sett í sjó en vill ekki fara nánar út í það. Hann segir lögreglu njóta aðstoðar sérfræðinga í bæði straumum og ölduhreyfingum við rannsókn málsins.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. 25. janúar 2017 10:01