Evrópa losnar úr verðhjöðnunargildrunni Lars Christensen skrifar 25. janúar 2017 10:30 Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun