Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 10:01 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00
Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13