Sýrlensk flóttafjölskylda kemur sér vel fyrir á Selfossi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. janúar 2017 20:00 Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi. Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Fjórtán sýrlenskir flóttamenn kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, komu sér fyrir á Selfossi í dag. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að taka á móti hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon sem þurftu að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær eru tvær sjö manna fjölskyldur en von er á annri fjölskyldu á næstu dögum. Ein fjölskyldan hefur sest að í Hveragerði og hin á Selfossi. Vel lá á Haj Naasan fjölskyldunni, sem samanstendur af foreldrunum Abdul Rahman og Fadwa Kadre og börnunum þeirra fimm, þegar fréttamann bar að garði hjá þeim í morgun.„Við erum mjög ánægðog sérstaklega börnin.Þau voru rosalega spenntað komast til Íslands,“ segir Abdul Rahman. Börn hjónanna, sem eru á aldrinum átta til nítján ára, eru spennt að geta loksins byrjað í skóla. „Við erum rosalega spenntað fara í skólannog kynnast nýju fólki.Við hlökkum líka til að kynnast nágrönnum okkar í bænum þar sem við búum núna,“ segir elsti drengur hjónanna. Öll voru þau búin að kynna sér Ísland og Selfoss áður en þau komu til landsins. Majed Ahmad, sá yngsti í fjölskyldunni, vissi alveg út í hvað hann var að fara. „Já, ég veit margt um Ísland. Það eru stuttir dagar á veturna og langir dagar á sumrin. Mér finnst það mjög spennandi,“ segir Majed. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og Rauða krossinum voru í heimsókn hjá fjölskyldunum í morgun. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri Árborgar og Fjóla Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segja samfélagið á Selfossi hafa tekið komu fólksins mjög vel. Þær segja Haj Naasan fjölskyldunamjög jákvæða og kærleiksríka. Þá vantar ekki upp á gestrisnina en fjölskyldan bauð gestum dagsins upp á köku og kaffi.
Flóttamenn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira